Uber fær ekki að starfa áfram í London

Leigubílaþjónustan Uber fær misjafnar viðtökur í borgum Evrópu.
Leigubílaþjónustan Uber fær misjafnar viðtökur í borgum Evrópu. AFP

Samgönguyfirvöld í London hafa ákveðið að hafna beiðni leigubílaþjónustunnar Uber um endurnýjun starfsleyfis í borginni. Byggja yfirvöld ákvörðunina á því að fyrirtækið sé ekki borginni hæft. 

Starfsleyfið rennur út 30. september og hefur Uber 21 dag til þess að áfrýja niðurstöðunni. Þangað til getur starfsemin haldið áfram með sama hætti. Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Samgönguyfirvöld í London (Transport for London) segja að beiðninni hafi verið hafnað vegna þess að háttsemi Uber hafi sýnt fram á „skort á samfélagsábyrgð.“

Sadiq Kahn borgarstjóri styður ákvörðun TfL. Hann segir að það væri rangt af stofnununni að framlengja starfsleyfið ef það ógni öryggi borgara á einhvern hátt. 

Uber hefur gefið út að ákvörðuninni verði áfrýjað og varar við því að hún hafi áhrif á þær 3,5 milljónir borgara sem noti þjónustuna. „Með því að leggja bann við þjónustunni hafa samgönguyfirvöld og borgarstjórinn látið undan kröfum fámenns hóps sem vill skerða neytendaval.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK