Boða minni útflutning til N-Kóreu

AFP

Kína ætlar að draga úr útflutningi til Norður-Kóreu um mánaðamótin að sögn viðskiptaráðherra landsins. Með þessu eru yfirvöld í Kína að staðfesta þátttöku landsins í viðskiptaþvingunum sem samþykktar voru nýverið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Í síðustu viku samþykkti ráðið að herða refsiaðgerðir gagnvart Norður-Kóreu eftir að ríkið gerði sjöttu og um leið öflugustu tilraunina með kjarnorkuvopn.

Bandarísk yfirvöld höfðu farið fram á að alfarið yrði lokað fyrir olíuútflutning til N-Kóreu en hafa mildað kröfu sína til þess að tryggja stuðning Kína og Rússa við refsiaðgerðirnar. Ríkin tvö eru einu bandamenn N-Kóreu og þau ríki sem eiga mest viðskipti við N-Kóreu. Um 90% af milliríkjaviðskiptum Norður-Kóreu eru við Rússa og Kínverja.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK