Nýráðinn forstjóri Uber biðst afsökunar

Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber.
Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber. AFP

Dara Khosrowshahi, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, hefur beðist afsökunar fyrir mistök af hálfu fyrirtækisins sem leiddu til þess að starfsleyfi þess í London verður ekki endurnýjað. 

Sam­göngu­yf­ir­völd í London hafa ákveðið að hafna beiðni leigu­bílaþjón­ust­unn­ar Uber um end­ur­nýj­un starfs­leyf­is í borg­inni. Sadiq Kahn borgarstjóri hefur sagt að Uber hafi sett „ósanngjarnan þrýsting“ á samgönguyfirvöld með her af almannatenglum og lögfræðingum.

Í opnu bréfi sem fréttvefur breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá segir Khosrowshahi að Uber ætli að áfrýja ákvörðuninni en viðurkennir jafnframt að fyrirtækið þurfi að breytast.  

„Uber hefur bylt samgöngumáta fólks í borgum um allan heim en hins vegar höfum við gert mistök á leiðinni,“ segir Khosrowshahi, sem tók við störfum fyrir tæpum mánuði. „Fyrir hönd Uber biðst ég afsökunar á þessum mistökum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK