Erfitt að selja heildsölum ferðir í íslenskum krónum

Einföld gjaldeyrisvörn væri að taka lán í þeirri mynt sem …
Einföld gjaldeyrisvörn væri að taka lán í þeirri mynt sem fyrirtækið aflar mestra tekna í. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Allrahanda Grayline, segir að ferðaþjónustan eigi almennt erfitt með að selja erlendum ferðaheildsölum ferðir í krónum og selji þeim því ferðir í erlendri mynt.

Ferðaheildsalar selji sínum viðskiptavinum ferðirnar í erlendri mynt og séu ekki reiðubúnir að taka gengisáhættu. „Framlegð þeirra gæti verið á bilinu 5-15% og ef krónan fellur um 10% tapa þeir á viðskiptunum,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Forsvarsmenn sumra ferðaþjónustufyrirtækja hafa upplýst að félögin hafi tapað umtalsverðu fé á gengismismun sem fylgir því að selja ferðir í erlendri mynt þegar krónan var veik en þær hafi síðan ekki komið til framkvæmda fyrr en t.d. ári seinna þegar krónan hefur verið orðin sterkari.

Að sögn Þóris semja einstaka ferðaheildsalar um verð í krónum en þeir verji viðskiptin með framvirkum samningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK