Flestir héldu til New York í fyrra

Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður sívinsælli fyrir tengifarþega.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður sívinsælli fyrir tengifarþega. mbl.is/Ómar Óskarsson

805 þúsund farþegar flugu frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna í fyrra og lögðu flestir leið sína til New York. Þó var Logan-flugvöllurinn í Boston sá sem tók við flestum frá Íslandi vegna þess að í New York skiptist umferðin í tvo flugvelli. 

Þetta kemur fram á fréttavefnum Túristi sem vann úr gögnum frá bandarískum samgönguyfirvöldum.

Í fréttinni segir að sætanýtingin hafi verið 83% og að hún hafi verið nokkuð jöfn eftir flugfélögum og flugleiðum. Hæst var hún í flugferðum til JFK-flugvallarins í New York, um 86,5%, en lægst til Portland þar sem hún var 79,4%. 

Flestir lentu á Logan-flugvellinum í fyrra eða rúmlega 164 þúsund farþegar en fæstir á Anchorage Ted Stevens í Alaska, aðeins 5.781. Þangað er aðeins flogið á sumrin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK