Vodafone hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem afhendir …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem afhendir Stefán Sigurðsson, forstjóra Vodafone verðlaunin. Ljósmynd/Vodafone

Fjarskiptafyrirtækið Vodafone fékk Hvatningaverðlaun jafnréttismála fyrir árið 2017 á morgunfundinum „Hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum!“ sem haldinn var í Háskóla Íslands í morgun. Það var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem afhenti verðlaunin, en í áliti dómnefndar sagði m.a. að Vodafone hafi unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna í karllægum geira á öllum sviðum fyrirtækisins.

Þannig séu karlar markvisst ráðnir í deildir þar sem konur eru ráðandi og öfugt. „Á þann hátt telur fyrirtækið að hægt sé að sporna við myndun svokallaðra karla- og kvennastarfa,“ segir í fréttatilkynningu Vodafone.

Það sé skýr stefna fyrirtækisins að vera til fyrirmyndar í jafnréttismálum

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, veitti Hvatningarverðlaununum viðtöku. Sagði hann við afhendinguna  jafnréttismál snúast um að skapa menningu innan fyrirtækja.

„Mikilvægt er að skapa menningu jafnréttis á vinnustaðnum og því verkefni verður seint lokið. Við höfum gert fjölmargt hjá Vodafone til að stuðla að og styrkja jafnréttið og næst ætlum við að þróa áfram sérstaka fjölskyldustefnu. Nútímafyrirtæki þurfa að viðurkenna að starfsfólkið hefur fleiri skyldum að gegna en bara gagnvart vinnu og við viljum gefa okkar starfsfólki færi á að finna sjálft bestu lausnir á milli vinnu og fjölskyldulífs,“ er haft eftir Stefáni í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK