Hershey vill kaupa Nestlé

AFP

Bandaríski súkkulaðirisinn Hershey er talinn vera á meðal þeirra fyrirtækja hafa gert tilboð í sælgætisstarfsemi Nestlé í Bandaríkjunum. Nestlé, sem er heimsins stærsti framleiðandi á pökkuðum matvælum, hefur leitast við að selja þá hluta starfseminnar sem hafa ekki staðið undir væntingum. 

Þessu er greint frá á fréttavef CNBC. Nestlé tilkynnti í júní að það væri að íhuga sölu á þessum hluta starfseminnar í Bandaríkjunum en hún er talin vera verðlögð á bilinu 211 til 260 milljarða dala. 

Hersey situr ekki eitt að sölunni því búist er við miklum áhuga fjárfestingasjóða og önnur sælgætisfyrirtæki eins og Ferrero, sem framleiðir Nutella, hafa verið nefnd til sögunnar. Kaupin myndu styrkja stöðu Hershey sem stærsti sælgætisframleiðandi Bandaríkjanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK