HR og Solid Clouds í samstarf

Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds og Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunarfræðideildar …
Stefán Gunnarsson framkvæmdastjóri Solid Clouds og Gísli Hjálmtýsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum, en Solid Clouds vinnur að gerð tölvuleiksins Starborne, sem er þrívíður herkænskuleikur í geimnum.

Samstarfið miðar að því að nýta gervigreindartækni til að greina hegðun notenda leiksins, en leikurinn verður gefinn út á næsta ári og geta þúsundir spilara spilað saman í rauntíma.

„Ég bind miklar vonir við þetta samstarf, en innan gervigreindarseturs HR er mikil þekking á gervigreind og leikjagerð, sem mun nýtast okkur við að gera Starborne leikinn enn betri. Hugmyndin að Solid Clouds varð til í HR og það er okkur mjög mikils virði að hafa aðgang að sérfræðingum háskólans á þessu sviði,“ er haft eftir Stefáni Gunnarssyni framkvæmdastjóri Solid Clouds í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK