Jafnmikið rafmagn í Bitcoin og Ísland

Mikil raforka fer í að grafa eftir Bitcoin.
Mikil raforka fer í að grafa eftir Bitcoin. AFP

Raforkunotkun við gröft eftir rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin er nú orðin næstum jafnmikil og raforkunotkun Íslendinga á ársgrundvelli eða um 17,4 tera­vatts­tund­ir. Mestur gröftur á sér stað í Kína. Frontera greinir frá.

Öflugar tölvur eru notaðar til að grafa eftir rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin og krefjast slíkar tölvur meiri raforku en hefðbundnar tölvur. Talið er að með stækkun iðnaðarins muni raforkuþörf heimsins aukast umtalsvert. 

Í dag er talið að á ársgrundvelli séu um 17,4 tera­vattsstund­ir nýttar í að grafa eftir Bitcoin en hver færsla í kerfinu krefst um 193 kílóvattstunda af rafmagni sem er nóg rafmagn fyrir 6,4 bandarísk heimili í heilan dag. 

Stærstu aðilarnir sem stunda Bitcoin-gröft eru staðsettir í Kína en þar er einnig stór hluti mikilvægra tölvuhluta sem notaðir eru við gröftinn framleiddur. Samkvæmt tölum Digi Economist nemur orkunotkun Bitcoin iðnaðarins um 0,08% af heildarraforkunotkun heimsins árið 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK