Spá hækkun ársverðbólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því í Hagsjá sinni að vísitala neysluverðs, sem birt verður af Hagstofu Íslands þann 27. október, muni hækka um 0,20% á milli mánaða en ef sú spá gengur eftir mun ársverðbólgan hækka úr 1,4% í 1,6%. 

Í Hagsjánni kemur jafnframt fram að vísitala neysluverðs hafi hækkkað um 0,14% á milli mánaða í september en það var minni hækkun en búist var við þegar Hagsjáin spáiði 0,28% hækkun. Sagt er að munurinn skýrist fyrst og fremst að því að matur og drykkjavara lækkaði töluvert mikið eða um 1,3% á milli mánaað en sú lækkun var óvænt í ljósi þeirrar gengisveikingar sem orðið hafði síðustu mánuði á undan en gera má ráð fyrir að tilkoma COstco hafi þar haft töluverð áhrif. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK