Trump fellur á lista Forbes

Trump fer niður listann
Trump fer niður listann AFP

Donald Trump hefur fallið um 92 sæti á lista Forbers yfir ríkasta fólk Bandaríkjanna. Eignir forsetans hafa minnkað um 600 milljón bandaríkjadollara frá því að listinn var síðast uppfærður en Trump er nú í 248. sæti listans. CNN Money greinir frá. 

Forbes tengja tap auðæfa hans meðal annars við erfiðan húsnæðismarkað í New York, sérstaklega hvað varðar verslunarhúsnæði en verðmæti tiltekinna eigna er sagt hafa lækkað um 400 milljónir bandaríkjadollara. Þá er fallið á listanum einnig tengt við kostnaðarsamar málshöfanir og dýra kosningabaráttu. 

Stærsta tap Trump tengist fasteignum hans en fyrir utan fasteignirnar í New York kækkuðu golfvellir í hans eigu í virði en talið er að gestir golfvallanna hafi haldið sig frá þeim eftir að Trump varð forseti. 

Þá segir í frétt Forbers að haldbært fé Trump (cash pile) hafi lækkað um 100 milljónir frá því í fyrra en kosningarbarátta hans kostaði alls 66 milljónir bandaríkjadollara auk þess sem samið var um málshöfðanir vegna Trump University fyrir 25 milljónir dollara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK