Vextir fylgja ekki efnahagsþróun

Skammtímavextir í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og í Evrulöndunum eru umtalsvert …
Skammtímavextir í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og í Evrulöndunum eru umtalsvert lægri en vextir voru á Íslandi árið 2011, samkvæmt Efnaahgyfirliti VR. Línurit/VR

Í nýútkomnu Efnahagsyfirliti VR kemur fram að vextir á Íslandi voru mun hærri hér á landi árið 2011 en þeir eru í nágrannalöndum okkar nú. Þar eru vextir nánast þeir sömu nú og voru hér á landi fyrir sex árum.

Efnahagsyfirlit VR kemur út mánaðarlega og er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn að upplýsa og fræða félagsmenn um stöðu þjóðhagsmála hverju sinni.

„Því hefur verið haldið fram að vextir á Íslandi séu svo miklu hærri en í nágrannalöndum okkar af því að efnahagsástandið hér er svo gott. Það hlýtur að fela í sér að þegar illa árar séu vextir lægri. Nánari skoðun sýnir hins vegar annað,“ segir í frétt VR.

Í yfirlitinu kemur meðal annars fram að hagvöxtur á Íslandi árið 2011 var í takt við hagvöxt samanburðarlandanna árið 2016. 

Þá kemur fram að verðbólga fyrstu átta mánuði ársins var hærri á Íslandi árið 2011 samanborið við verðbólgu árið 2017 í samanburðarlöndunum. Skammtímavextir í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og í Evrulöndunum eru þó umtalsvert lægri en vextir voru á Íslandi árið 2011. 

Í frétt VR segi að niðurstaðan sé einföld: „Ef vextir eiga að fylgja efnahagsástandinu er ljóst að þeir hafi verið allt of háir á Íslandi árið 2011. Er nema von að fólk spyrji hvenær hægt sé að lækka vexti á Íslandi?“

Hér má sjá Efnahagsyfirlit VR í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK