Skortur á fjármagni á markaði

Ljósmynd/Eva K.

þegar litið er yfir eignamarkaði á Íslandi virðist fátt benda til bólumyndunar. Í samanburði við aðra markaði vestanhafs og austan gefa kennitölur skráðra hlutafélaga ekki til kynna að verðmat markaðarins sé úr hófi. Þá má skýra húsnæðisverðshækkanir með fólksfjölgun og mikilli kaupmáttaraukningu síðustu árin.

Sérfræðingur á fjármálamarkaði segir þó að sú sérstaka staða sé komin upp á skuldabréfamarkaði að fjármagn skorti á kaupendahliðinni. Því ráði ekki síst innflæðishöft Seðlabankans, sem setji skorður við fjárfestingum erlendra aðila í skuldabréfum.

Í dag eru slétt 30 ár frá því að Kauphöllin í New York tók mestu dýfu sem sést hefur á þeim vettvangi fyrr og síðar. Hafa þeir atburðir oftast verið nefndir „svarti mánudagurinn“. Af því tilefni skyggnist ViðskiptaMogginn yfir eignamarkaði hér heima, meðal annars í ljósi sífellt háværari radda erlendis um að bóluástand sé að myndast á mörkuðum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK