Katrín Olga og Vesa í stjórn Advania

Ljósmynd/Aðsend

Katrín Olga Jóhannesdóttir og Vesa Suurmunne koma ný inn í stjórn upplýsingatæknifyrirtækisins Advania. 

Katrín Olga Jóhannesdóttir er fædd 1962. Hún er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Icelandair Group og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík.

Katrín Olga sat áður í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja. Hún starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Katrín Olga er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Háskólanum í Óðinsvéum.

Vesa Suurmunne er fæddur 1955. Hann er forstjóri Nordic Mezzanine Advisers Limited. Hann hefur áður gegnt stjórnunarstörfum hjá Hambro European Ventures, Hambros Bank Limited, Arctos Asset Management og hjá The Industrialization Fund of Finland. Vesa er með meistaragráðu í tæknifræði frá Tækniháskólanum í Helsinki og BS-gráðu í viðskiptafræði frá Helsinki School of Economics.

Stjórn Advania er skipuð Thomas Ivarson stjórnarformanni, Birgitta Stymne Göransson, Bengt Engström, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Vesa Suurmunne.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK