Kynna mælaborð ferðaþjónustunnar

Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála
Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála Ljósmynd/Aðsend

Mælaborð ferðaþjónustunnar var formlega kynnt til sögunnar í morgun. Mælaborðið er ný vefsíða þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar upplýsingar eru aðgengilegar á einum og sama stað. 

Meðal þess sem mælaborðið sýnir er fjöldi ferðamanna, framboð gistirýmis, nýting hótel-herbergja, dreifing, nýting og tekjur Airbnb gistingar, komur og dreifing skemmtiferðaskipa, fjöldi starfsmanna í atvinnugreininni, gjaldeyristekjur og fjöldi bílaleigubíla. Þessar tölur má skoða nánar á vefsíðunni eftir árum, landsvæðum, sveitarfélögum, atvinnugreinum, þjóðernum. 

Í fréttatilkynningu frá Stjórnstöð ferðamála segir að þær upplýsingar sem birtist í mælaborðinu í þessari fyrstu útgáfu séu aðeins hluti þess sem áformað sé að sýna. Gert sé ráð fyrir að allt að 100 upplýsingagrunnar eigi eftir að bætast við. Mælaborðið verði í stöðugri þróun og viðræður standi yfir við fjölmargar stofnanir um birtingu á fleiri gögnum sem varði ferðaþjónustuna og þróun hennar. 

Mælaborðið á netinu: http://stjornstodin.is/maelabord-ferdathjonustunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK