Leggja blessun sína yfir valgreiðslur

Fjármálaeftirlitið hóf athugun á stofnun óumbeðinna krafna í netbanka hjá viðskiptabönkunum þremur og taldi ekki tilefni til að gera athugasemdir við starfshætti bankanna í þeim efnum.

Í niðurstöðum athugunarinnar segir að athugunin hafi beinst að upplýsingum um reglur og skilmála um stofnun valgreiðslukrafna í netbanka. 

At­hug­un­in beind­ist að upp­lýs­ing­um og regl­um um stofn­un val­greiðslukrafna í net­banka og upp­lýs­ing­um um birt­ing­ar­hátt val­greiðslukrafna í net­banka hjá hverj­um banka fyr­ir sig. Í at­hug­un FME voru verk­ferl­ar hjá hverj­um banka fyr­ir sig skoðaðir ásamt því að óskað var eft­ir upp­lýs­ing­um um hvernig eft­ir­litið væri með fram­an­greind­um atriðum hjá bönk­un­um. 

Niður­stöður at­hug­un­ar­inn­ar lágu fyr­ir í júlí 2017 en að teknu til­liti til þeirra gagna og upp­lýs­inga sem FME aflaði við at­hug­un þessa taldi eft­ir­litið ekki til­efni til að gera at­huga­semd­ir við starfs­hætti við stofn­un óum­beðinna krafna í net­bönk­um bank­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK