MS og KS ráðast í próteinframleiðslu

Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður Heilsupróteins.
Ari Edwald, forstjóri MS og stjórnarformaður Heilsupróteins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga hafa stofnað fyrirtækið Heilsuprótein sem ætlað er að framleiða verðmætar afurðir úr mysu sem áður hefur verið fargað.

Í fyrri áfanga verksmiðjunnar, sem vígð verður á Sauðárkróki nú um helgina, verður framleitt próteinduft úr mysu sem fellur til við ostagerð á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Í síðari áfanga verksmiðjunnar, sem áætlað er að komist í gagnið innan tveggja ára, verður framleitt ethanól úr mjólkursykri ostamysunnar og einnig úr mysu sem fellur til við skyrgerð.

Áætlað er að hægt verði að framleiða um 300 tonn af þurrkuðu próteindufti á ári, en mysupróteinduft er mikið notað í heilsu- og íþróttavörur og til matvælaframleiðslu. Jafnframt er áætlað að hægt verði að framleiða um 1,5 milljónir lítra af ethanóli á ári en framleiðslan mun nýtast meðal annars í eldsneyti og vínanda. 

Formleg opnun verksmiðju Heilsupróteins ehf. fer fram laugardaginn 21. október á Sauðárkróki þar sem kúabændum, stjórnmálamönnum og öðrum góðum gestum verður boðið til veislu. Meðal annars verður boðið upp á skyrdrykk sem inniheldur mysupróteinið sem og kokteila úr prufuframleiðslu á hinu nýja ethanóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK