Starfsmenn fá að standa upp

Löng seta á skrifstofustólum er sögð heilsuspillandi.
Löng seta á skrifstofustólum er sögð heilsuspillandi. mbl.is/Golli

Yfirvöld á Filippseyjum hafa sett nýja reglugerð sem skyldar fyrirtæki til að gefa skrifstofufólki sínu svigrúm til þess að standa upp og hreyfa sig með reglulegu millibili. 

Reglugerðin gerir starfsmönnum kleift að standa upp frá tölvunni í fimm mínútur á tveggja klukkutíma fresti. Þá er fyrirtækjum gert að bjóða upp á hærri borð fyrir þá sem vilja standa við tölvuna og að sjá um hreystisæfingar að því er kemur fram í frétt CNN

Fyrirtæki verða að tilkynna yfirvöldum þegar búið er að innleiða reglurnar og munu þurfa að gangast undir reglubundið eftirlit af hálfu vinnueftirlitsins þar í landi. Reglurnar taka gildi eftir tvær viku. 

Yfirlýst markið reglugerðarinnar eru að takast við öryggi og heilsu starfsfólks á Filippseyjum en rannsóknir hafa sýnt að fólk sem situr sleitulaust á skrifstofustólnum sé í meiri hætti á að fá hjartasjúkdóma og sykursýki auk annarra sjúkdóma.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK