Telur fjögur ár í sjálfkeyrandi bíla

AFP

Sjálfkeyrandi bílar gætu verið komnir á götur Bretlands eftir fjögur ár gangi áform stjórnvalda eftir. Philip Hammond fjármálaráðherra segir að markmiðið sé að „algjörlega bílstjóralausir bílar“ verði komnir í not fyrir 2021. 

„Sumir segja að þetta sé djarfur leikur en við þurfum að hafa taka tækninni fagnandi ef við viljum að Bretland leiði næstu iðnbyltingu,“ sagði Hammond að því er kemur fram í frétt BBC

Ráðherrann viðurkenndi að hann hefði ekki prófað slíkan bíl sjálfur. Hann kynnir tillögur að breytingum á miðvikudag sem gera kleift að prufukeyra sjálfkeyrandi bíla í þróun úti á götum. 

Spurður um mögulega atvinnuskerðingu fyrir bílstjóra sagði Hammond að stjórnvöld þyrftu að veita fólki möguleika á að finna nýjan starfsferil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK