100 milljóna gjaldþrot rafbílasölu

Gísli Gíslason stillir sér upp með einum af rafbílunum.
Gísli Gíslason stillir sér upp með einum af rafbílunum. mbl.is/RAX

Ekki er útlit fyrir að neinar eignir fáist upp í kröfur á hendur þrotabús Grænna bíla ehf., sem áður hét EVEN ehf., samkvæmt upplýsingum mbl.is. Lýstar kröfur nema rúmum 104 milljónum króna. 

Í frétt DV um gjaldþrot félagsins segir að það megi rekja til pöntunar á 50 bílum af gerðinni Tesla Model X sem skiluðu sér ekki á réttum tíma sökum tafa í framleiðslu. 

Greint var frá því fyrir tveimur árum að EVEN stefndi að því að gera leiðina á milli Keflavíkur og Reykjavíkur „græna“. Sagði Gísli Gíslason eigandi að leitað væri leiða til þess að skipta út dísilrútunni fyrir rafrútu og einnig að fá leigubílstjóra sem fara þessa leið til þess að skipta yfir í rafbíla. 

Þá var fyrirtækið með sýningarsal fyrir rafbíla í Smáralindinni um skeið. 

Fólk sýnir bílunum í rafbílabúð EVEN í Smáralind töluverðan áhuga.
Fólk sýnir bílunum í rafbílabúð EVEN í Smáralind töluverðan áhuga.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK