Sameina þjónustuna undir merkjum Vodafone

Ljósmynd/Aðsend

Viðskiptavinir farsímaþjónustu 365 munu halda þeim kjörum sem þeir njóta i dag eftir samruna félagsins við Vodafone þangað til nýjar þjónustuleiðir undir merkjum Vodafone líta dagsins ljós. 

„Við viljum vanda okkur við samrunann og hafa ferlið eins þægilegt og hægt er fyrir okkar viðskiptavini og því verður ekki farið í neinar kúvendingar,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. 

„Það eru t.a.m. engar breytingar fyrirhugaðar á vöruframboði og þjónustu 365 og viðskiptavinir félagsins munu áfram njóta þeirra kjara sem þeir njóta í dag.“

Guðfinnur bætir við að það muni breytast þegar nýjar þjónustuleiðir sameinaðs fyrirtækis líti dagsins ljós og verði það val viðskiptavina hvort þeir flytji sig yfir á nýjar þjónustuleiðir. 

„Markmið samrunans er að vöru- og þjónustuframboð sameinaðs félags verði enn sterkara en áður og viðskiptavinir finni fyrir jákvæðum breytingum.“  

Spurður hvort viðskiptavinir 365 þurfi að skipta um SIM-kort við yfirfærsluna segir Guðfinnur að unnið sé að lausnum um tæknileg atriði með það að markmiðið að yfirfærslan verði hnökralaus. 

Sam­keppnis­eft­ir­litið heim­ilaði í september kaup Fjar­skipta, móður­fé­lags Voda­fo­ne á Íslandi, á öll­um eign­um og rekstri 365 miðla, að und­an­skild­um eign­um er varða út­gáfu Frétta­blaðsins og tíma­rits­ins Glamour, með skil­yrðum. Stefnt er að því að afhending fari fram 1. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK