Kostnaður jókst töluvert meira en tekjur

Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/​Hari

Landsvirkjun hagnaðist um 8,2 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við tæpan 5 milljarða króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári. 

Rekstrartekjur námu 36,5 milljörðum króna og hækka um 13,1% frá sama tímabili árið áður. Rekstrarkostnaður hækkaði hins vegar um rétt tæp 20% og var 10,3 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins. 

EBITDA nam 26,2 milljörðum og EBITDA-hlutfall er 71,9% af tekjum en það var 73,5% á sama tímabili í fyrra.

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 12,1 milljarði króna og hækkar um 29,4% milli tímabila. Handbært fé frá rekstri nam 21,0 milljarði króna nemur hækkunin 16,2% frá sama tímabili árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK