Opna Nespresso-verslunina í byrjun desember

Ljósmynd/Aðsend

Áætlanir Nespresso á Íslandi um að opna verslun í Kringlunni hafa gengið eftir og hefur nú verið tilkynnt um opnun á fyrstu dögum desembermánaðar. 

Verslunarrýmið sem um ræðir er þar sem Top Shop var áður með rekstur. Opnun verslunarinnar er í samstarfi við umboðsaðila Nespresso á Íslandi, Perroy ehf., sem hefur einkarétt á rekstri og dreifingu varanna hér á landi. 

Áður hefur komið fram að Nepresso áformi að hafa skila­kassa fyr­ir kaffi­hylk­in á nokkr­um stöðum þannig að viðskipta­vin­ir eigi auðveld­ara með að end­ur­vinna.

Höfuðstöðvar Nespresso eru í Lausanne í Sviss en fyrirtækið er með starfsemi í 69 löndum og hefur yfir 12.000 manns í vinnu. Á árinu 2016 rak fyrirtækið yfir 600 verslanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK