Hækkun bitcoin smitar út frá sér

AFP

Samhliða ævintýralegri styrkingu rafmyntarinnar bitcoin hafa tengdir eignaflokkar líka hækkað töluvert. Meðal fyrirtækja sem hafa notið góðs af bitcoin-æðinu eru tölvukubbaframleiðendur á borð við Nvidia, AMD og Intel, en vélbúnaður þeirra er notaður til að framleiða rafmyntir.

Framleiðendur bitcoin-mynta hafa sér í lagi reitt sig á reiknigetu skjákorta frá Nvidia en hlutabréf fyrirtækisins, sem er með starfsemi sína í Kaliforníu, hafa hækkað um rösklega 79% það sem af er þessu ári, að því er FT greinir frá.

Annað fyrirtæki sem hefur notið góðs af hækkun bitcoin er Grayscale Bitcoin Investment Trust (GBIT), sem er fjárfestingarsjóður sem á rösklegea 171.000 bitcoin-myntir. GBIT er skráð á OTCQX-markaðinn í New York og var sett á laggirnar með það fyrir augum að gefa fjárfestum þægilegri leið til að gera bitcoin hluta af eignasöfnum sínum án þess að þurfa að hafa fyrir því að kaupa, geyma og selja myntina.

Bitcoin-safn GBTC var 2,6 milljarða dala virði um helgina en markaðsvirði fyrirtækisins 3,1 milljarður á sama tíma og hefur hækkað um nærri 1.250% á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK