Halda áfram að kasta hugmyndum á milli

Flugvirkjar að störfum. Flug­virkj­ar hjá Icelanda­ir hafa boðað verk­fall 17. …
Flugvirkjar að störfum. Flug­virkj­ar hjá Icelanda­ir hafa boðað verk­fall 17. des­em­ber. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Við erum að halda áfram að kasta hugmyndum á milli okkar, en það er ekkert nýtt að frétta,“ segir Gunnar R. Jónsson formaður samn­inga­nefnd­ar flug­virkja. 13. samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var haldinn nú síðdegis.

Gunnar segir vissulega búnar að vera einhverjar þreifingar í gangi og menn séu að ræða saman, en ljóst sé að deilan leysist ekki í dag. Flug­virkj­ar hjá Icelanda­ir hafa boðað verk­fall næstkomandi sunnudag, 17. des­em­ber og segir Gunnar að öllu óbreyttu stefna í verkfall þá.

Ekki liggur enn fyrir hvenær næsti fundur verður haldinn.

Samn­ing­ar flug­virkja við Icelanda­ir losnuðu 31. ág­úst og var kjaraviðræðunum vísað til rík­is­sátta­semj­ara 8. sept­em­ber. 

Alls starfa 280 flug­virkj­ar hjá Icelanda­ir og í heild­ina eru rúm­lega 500 flug­virkj­ar í Flug­virkja­fé­lagi Íslands.

Samningar flugvirkja við WOW air losnuðu í október og standa viðræður yfir vegna þeirra og hafa þær ekki ratað á borð ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK