Google þróar gervigreind í Kína

AFP

Tæknirisinn Google áformar að opna rannsóknarmiðstöð fyrir gervigreind í Kína þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi hindri aðgang að leitarvél fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Í yfirlýsingu frá Google segir að rannsóknarmiðstöðin verði sú fyrsta sinnar tegundar í Asíu en Google rekur fyrir tvær miðstöðvar af þessu tagi, eina í New York og aðra í London.

„Hvort sem það gerist í Kísildal, Peking eða annars staðar hafa framfarir gervigreindar í för með sér aukin lífsgæði fyrir allan heiminn,“ segir Fei-Fei Li, vísindamaður á gervigreindarsviði Google.

Yfirvöld í Kína tilkynntu áætlun í sumar þar sem lögð er áhersla á að ná Bandaríkjunum í þróun gervigreindar. Það hefur vakið áhyggjur mannréttindasamtaka sem telja að framfarir í gervigreind verði notaðar af kínverskum yfirvöldum til þess að herða eftirlit með borgurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK