Norður-Kórea gæti hagnast á bitcoin

AFP

Verðhækkanir bitcoin að undanförnu gætu hafa komið sér vel fyrir Norður-Kóreu en sérfræðingar segja að yfirvöld þar í landi hafi safnað rafmyntinni með ýmsum leiðum, löglegum sem ólöglegum. 

Fréttastofa CNN greinir frá því að á síðustu mánuðum hafi Norður-Kórea notað tölvur til að vinna nýja bitcoin, heimtað rafmyntina sem lausnargjald og gert tölvuárásir til þess að stela henni. 

„Við vitum ekki hversu miklu þeir hafa stolið hingað til en við getum staðfest að gerðar hafi verið tilraunir til tölvuárása,“ segir Lee Dong-geun, stjórnandi hjá tölvuöryggisstofnun Suður-Kóreu. 

Tölvuþrjótar í Norður-Kóreu gerðu árásir á fjögur markaðssvæði fyrir rafmyntir í Suður-Kóreu í sumar með því að senda skaðlega tölvupósta á starfsmenn. 

Sérfræðingar telja að verðhækkanir bitcoin hvetji til frekari tölvuárása. Bitcoin var verðlagt á 1.000 Bandaríkjadali í byrjun árs en í síðustu viku nam verðið 17 þúsund dölum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK