Selja hlut sinn í Domino's á Íslandi

Kona labbar með innkaupakerru fyrir utan Domino's og sjoppu í …
Kona labbar með innkaupakerru fyrir utan Domino's og sjoppu í Mjódd. mbl.is/​Hari

Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group) hefur keypt 44,3% hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino‘s á Íslandi og á nú 95,3% í fyrirtækinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Domino's. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51% í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annaðhvort þrjú eða sex ár. 

Viðskiptin munu ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur, að því er kemur fram í fréttatilkynningunni, og reksturinn verður áfram í höndum núverandi stjórnenda.

Tveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7% í fyrirtækinu eftir viðskiptin.

Framtakssjóðurinn Edda, sem er í eigu stærstu lífeyrissjóða landsins, keypti fjórðungshlut í Domino‘s á Íslandi í mars 2015 og hefur sjóðurinn meira en tvöfaldað fjárfestingu sína á tímabilinu.

Einnig hverfa úr eigendahópnum nú Högni Sigurðsson og fjárfestingarfélagið Eyja, sem er í eigu Birgis Þórs Bieltvedt og eiginkonu hans Eyglóar Kjartansdóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK