Walt Disney kaupir 21st Century Fox

Walt Disney hefur gengið frá kaupum á stórum hluta af 21st Century Fox fyrir 52,4 milljarða Bandaríkjadala sem jafngilda rúmum 5.500 milljörðum íslenskra króna. 

Samkomulagið inniheldur 39% hlut Fox í fjölmiðlinum Sky og kvikmyndaver fyrirtækisins. Aðrar einingar, svo sem Fox News og Fox Sports, mynda nýtt félag. 

Kaupin binda enda á meira en hálfrar aldar sókn Rupert Murdoch, eiganda Fox, á fjölmiðlamarkaði en hann erfði ástralskt dagblað frá föður sínum 21 árs gamall og gerði það að einu stærsta fjölmiðla- og kvikmyndaveldi heims. 

Murdoch mun áfram eiga News Corp sem var skilið frá 21st Century Fox árið 2013 og á dagblöðin The Times og Sun. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins BBC fjallar nánar um kaupin. 

Rupert Murdoch hefur verið umsvifamikill á fjölmiðlamarkaði um langa hríð.
Rupert Murdoch hefur verið umsvifamikill á fjölmiðlamarkaði um langa hríð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK