28 milljarða kröfu Þorsteins vísað frá

Hestaíþróttasvæðið Spretts efst í Kópavogi, Vatnsendahverfið og Elliðavatn.
Hestaíþróttasvæðið Spretts efst í Kópavogi, Vatnsendahverfið og Elliðavatn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hæstiréttur Íslands hefur vísað frá dómi meðalgöngusök Þorsteins Hjaltested á hendur Kópavogsbæ og tíu erfingjum Sigurðar Hjaltested. 

Ættingjarnir tíu reka mál gegn Kópavogsbæ. Þess er kraf­ist að bær­inn verði dæmd­ur til að greiða dán­ar­bú­inu 74.811.389.954 krón­ur þar sem Kópa­vog­ur hefði fjór­um sinn­um tekið eign­ar­námi hluta af jörðinni Vatns­enda án þess að greiða eign­ar­náms­bæt­ur til dán­ar­bús­ins sem ætti bein­an eigna­rétt að jörðinni en Kópa­vog­ur hefði ein­göngu greitt um­samd­ar eign­ar­náms­bæt­ur til eig­enda óbeins eigna­rétt­ar að jörðinni.

Kópavogsbær tilkynnti í janúar að Þorsteinn Hjaltested hefði með meðalgöngustefnu höfðað mál á hendur Kópavogsbæ en það snýst um að aðili geti gengið inn í dómsmál annarra. Var dómkrafa Þorsteins á hendur bænum að fjárhæð 27.541.702.570 kr.

Eins og áður segir hefur Hæstiréttur Íslands nú vísað kröfum Þorsteins frá dómi. Er Þorsteini gert að greiða málskostnað Kópavogsbæjar og annarra sem hann stefndi. 

Hér má lesa dóm Hæstaréttar

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK