Basko kaupir helmingshlut í Eldum rétt

Stofnendur Eldum rétt.
Stofnendur Eldum rétt. mbl.is/Styrmir Kári

Basko ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50% hlutafjár í Eldum rétt ehf. Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt.

Kristófer og Valur munu áfram starfa sem framkvæmdastjórar félagsins að því er kemur fram í tilkynningu um kaupin. Þar er haft eftir þeim að á þessum tímapunkti sé rétt að fá öfluga aðila með sérþekkingu í smásölu inn í hluthafahópinn til þess að styðja við frekari þróun og vöxt félagsins. 

Basko fer með eignarhald á nokkrum félögum sem reka verslanir undir merkjum Iceland, 10-11 og Kvosarinnar ásamt því að hafa einkaleyfi á rekstri kaffihúsa Dunkin Donuts á Íslandi. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Viðskiptavinir Eldum rétt geta fengið sent til sín, eða sótt, hráefni og uppskriftir að máltíðum fyrir heimilið. Í viku hverri koma nýjar uppskriftir inn á vefinn eldumrett.is. Í boði eru nokkrar tegundir af matarpökkum og mismunandi stærðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK