Flugliðar WOW air felldu kjarasamning

Flugliðar WOW air felldu kjarasamning.
Flugliðar WOW air felldu kjarasamning. Aðsend mynd

Flugliðar hjá WOW air hafa fellt kjarasamning sem gerður var milli Flugfreyjufélags Íslands og WOW air í byrjun mánaðar og sem átti að gilda til tveggja ára.

Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram í  vikunni og höfnuðu 53,73%, eða 164, samningnum en  143 sögðu já eða 45,98%. 4 tóku ekki afstöðu, eða 1,29%.

Orri Þrast­ar­son, vara­formaður Flug­freyju­fé­lags Íslands, segir það hafa komið sér á óvart að samningurinn væri felldur.

„Núna hafa félagsmenn talað og meirihluti þeirra hefur fellt samninginn og við verðum að lúta þeirri niðurstöðu og halda áfram að þar sem frá var horfið,“ segir Orri.

Næstu skref verði væntanlega að kalla eftir afstöðu frá félagsmönnum og fá að heyra hvað megi betur fara.

„Í framhaldinu munum við svo að sjálfsögðu setjast aftur að samningaborðinu með WOW air.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK