Jólapökkum fjölgar um 30% á milli ára

Starfsmenn Póstsins hafa í nægu að snúast þessa dagana því …
Starfsmenn Póstsins hafa í nægu að snúast þessa dagana því jólapökkum hefur fjölgað mikið í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum, segir það ganga vel að koma jólapökkum og jólakortum á sína staði fyrir hátíðarnar.

Pósturinn hefur í nægu að snúast um þessar mundir því sendingum hefur fjölgað mikið milli ára. „Við erum að sjá um 30% aukningu á innlendum og erlendum pakkasendingum,“ segir Brynjar í Morgunblaðinu í dag.

Spurður hvaða lönd fái flesta jólapakkana frá Íslandi segir hann Norðurlöndin vera þar efst á lista. „Norðurlöndin fá flestar sendingarnar. En pakkarnir koma alls staðar að og við erum að senda svo sem út um allt líka“. Hann segir að einhver fækkun sé á jólakortum á síðustu árum, en sú fækkun sé alls ekki í samræmi við fækkunina á bréfasendingum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK