Setja af stað 5 milljarða umbreytingasjóð

Gunnar Páll Tryggvason, einn af tveimur stofnendum Icora Partners
Gunnar Páll Tryggvason, einn af tveimur stofnendum Icora Partners mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icora Partners, sem var stofnað af Gunnari Páli Tryggvasyni og Friðriki Jóhannssyni sem stýrði fjárfestingafélaginu Burðarási í tíu ár, mun hleypa af stokkunum fimm milljarða framtakssjóði á nýju ári. Sjóðurinn mun leggja áherslu á umbreytingarverkefni og ber nafnið Umbreyting. Í kjölfarið mun Icora Partners, sem áður veitti fyrirtækjaráðgjöf, einvörðungu sinna rekstri sjóðsins.

„Við höfum skapað einstakt bakland fjárfesta í sjóðnum sem við getum leitað til. Einkafjárfestar leggja sjóðnum til 64% af fjármagninu en stofnanafjárfestar 36%,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Icora Partners, í samtali við Morgunblaðið.

Á meðal stofnanafjárfesta eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og eignastýringar. „Þessi blanda er ólík öllum öðrum sjóðum, sem hafa nær einungis stofnanafjárfesta. Sjóðurinn mun fjárfesta í 5-7 óskráðum fyrirtækjum, oftast sem meirihlutaeigandi,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK