Ráðast í stórfellda hlutafjáraukningu

Verksmiðja Carbon Recycling International er við jarðvarmaverið í Svartsengi.
Verksmiðja Carbon Recycling International er við jarðvarmaverið í Svartsengi. Ljósmynd/Aðsend mynd

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) áformar að auka hlutafé fyrirtækisins um rúmlega 1,5 milljarð á næsta ári til þess að fjárfesta beint í uppbyggingu verksmiðja. 

„Bygging og rekstur verksmiðja sem nýta tæknilausn okkar er arðbær miðað við núverandi lagaumhverfi og regluverk,“ segir Margrét O. Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri CRI í samtali við mbl.is.

„Opinber stefna stjórnvalda á okkar markaðssvæðum felur í sér að vænta megi enn frekari arðbærni, hvort sem aðgerðir komi til með að vera í formi hvata fyrir umhverfisvæna framleiðslu eða kvaða á þá sem menga.“ 

Frá byggingu verksmiðju CRI í Svartsengi árið 2012 hefur fyrirtækið framleitt grænt metanól undir vöruheitinu Vulcanol. Ferlið umbreytir koltvísýringi, sem sleppur út vegna virkjunar jarðvarma í Svartsengi, í metanól sem hægt er að nota sem kolefnishlutlaust eldsneyti eða hráefni í umhverfivænni neytendavörur. 

Ör vöxtur á skömmum tíma

CRI var stofnað árið 2006 og samanstóð þá einungis af nokkrum starfsmönnum á rannsóknarstofu. Nú vinna 40 manns hjá fyrirtækinu, þá helst á sviði efna- og verkfræði.

Nýlega var tilkynnt um áform CRI um að reisa verksmiðju í Kína sem verður um tólf sinnum afkastameiri en verksmiðjan á Íslandi. Þar hefur verið komið á fót dótturfyrirtæki og rammasamningar um áframhaldandi þróun verkefna liggja fyrir. 

Þá var CRI á nýlegum lista Deloitte yfir 500 hraðast vaxandi tæknifyrirtæki Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku en velta þess hefur vaxið um 440% undanfarin fjögur ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK