Lögðu verslanir H&M í rúst

AFP

Lögreglan í Suður-Afríku skaut gúmmíkúlum á hóp fólks sem réðst inn í verslanir tískufyrirtækisins H&M í og við Jóhannesarborg. Margir eru mjög reiðir yfir því að fyrirtækið hafi birt umdeilda mynd af ungum svörtum dreng sem klæddist hettupeysu sem á stóð: „Svalasti apinn í frumskóginum“. 

Stjórnmálaflokkurinn Baráttumenn fyrir efnahagslegu frelsi (EFF) skipulagði mótmælin, að því er segir á vef BBC.

Talsmenn H&M báðust nýverið afsökunar á myndinni sem hefur nú verið tekin úr umferð sem og flíkin sem var til sölu. Málið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem margir voru mjög ósáttir við framsetninguna. 

Mótmælendur réðust í dag inn í verslanir H&M og ollu töluverðum skemmdum. 

Floyd Shivambu, þingmaður EFF, skrifaði á Twitter að H&M væri nú að finna fyrir afleiðingum þess að stuðla að kynþáttafordómum. Hann segir allt skynsamt fólk hljóta að vera sammála því að H&M eigi ekki að starfa áfram í Suður-Afríku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK