Carillion á leið í þrot

Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands.
Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands. AFP

Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leið í þrot sem getur þýtt að þúsundir missa vinnuna. 

Viðræður milli Carillion, lánardrottna og breska ríkisins stóðu yfir alla helgina án árangurs og því neyðist fyrirtækið til þess að fara þessa leið segir Green í samtali við Financial Times. Fjallað er um málið á vef BBC sem og AFP. 

Samkvæmt BBC munu stjórnvöld tryggja að almannaþjónusta sem Carillion sinnir muni vera tryggð með fjármagni úr ríkissjóði.

Carillion kemur meðal annars að stórum verkefnum eins og HS2-hraðlestarlínunni sem og rekstri skóla og fangelsa. 

Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands og eru starfsmenn þess 43 þúsund talsins, þar af 20 þúsund í Bretlandi. Ekki er vitað á þessari stundu hver áhrifin verða á starfsemi þess. 

Leiðrétting 16.24:

Í fréttinni var sagt að stjórnarformaður fyrirtækisins, Philip Green, hefði meðal annars átti Arcadia og Topshop á sínum tíma. Hins vegar er ekki um sama mann að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK