Spánn fer fram úr Bandaríkjunum

AFP

Frakkland er vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heiminum og allt bendir til þess að fleiri hafi sótt Spán heim í fyrra en Bandaríkin. Bráðabirgðatölur um fjölda ferðamanna í fyrra voru birtar í dag. Ekki eru gefnar skýringar á því hvað valdi því að færri ferðamenn hafi áhuga á að fara til Bandaríkjanna en áður.

Framkvæmdastjóri UN World Tourism Organization, ZurabPololikashvili, kynnti tölurnar fyrir fréttamönnum í dag en alls komu 82 milljónir ferðamanna til Spánar í fyrra. Hann segir að í vor verði birtar lokatölur og listi yfir vinsælustu ferðamannastaðina í heiminum. Svo virðist sem hryðjuverk á Spáni í ágúst og sjálfstæðisdeilan í Katalóníu hafi lítil áhrif á áhuga ferðamanna. 

Las Palmas de Gran Canaria.
Las Palmas de Gran Canaria. AFP

Ferðamönnum fjölgaði um 7% í heiminum í fyrra og Evrópa var áberandi vinsælasta álfan meðal ferðamanna. Ferðamönnum fjölgaði um 8% í Evrópu og hefur ekki fjölgað jafn mikið á einu ári í mörg ár. Einkum eru það löndin við Miðjarðarhafið sem voru vinsæl meðal ferðafólks.

Árið 2016 komu 75,3 milljónir ferðamanna til Spánar en 75,6 milljónir sóttu Bandaríkin heim. 82,6 milljónir ferðamanna komu til Frakklands árið 2016 og fjölgaði þeim enn frekar í fyrra þrátt fyrir ítrekaðar árásir öfgahópa.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK