Origo kaupir hluta af starfsemi AGR Dynamics

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Ljósmynd/Aðsend

Origo hefur keypt þann hluta starfsemi AGR Dynamics sem snýr að Microsoft Dynamics NAV, ásamt sölu og þjónustu á tengdum lausnum líkt og LS Retail verslunarlausnum, Cenium hótellausnum, Continia sérlausnum og snjall lausninni Retail Crest.

Í tilkynningu frá Origo kemur fram að Dynamics NAV sé ein útbreiddasta lausn á sviði viðskiptahugbúnaðar á Íslandi. Origo selur á sama tíma eignahlut sinn í AGR Dynamics, en Origo (áður Nýherji) var einn af upphafsfjárfestum þess fyrirtækis.

Haft er eftir Ingimari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra viðskiptalausna hjá Origo, að kaupin geri kleift að ná fram meira hagræði hjá viðskiptavinum en áður með heildrænni lausnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK