Bankastjóri ræddi við róbót

Vélmennið Pepper í Kringluútibúi Arion banka.
Vélmennið Pepper í Kringluútibúi Arion banka.

Franska vélmennið Pepper kom fram á starfsdegi Arion banka sem haldinn var um nýliðna helgi og steig meðal annars á svið með bankastjóra Arion banka, Höskuldi H. Ólafssyni. Pepper, sem er í sinni annarri heimsókn hér á landi, ræddi m.a. við starfsfólk bankans um framtíðina og tækniframfarir.

„Við vorum með árlegan starfsdag okkar um helgina þar sem allt starfsfólk bankans kom saman og ræddi helstu áherslur og verkefni ársins,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, sérfræðingur á samskiptasviði bankans, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Gunnlaugur segir að það að sjá og eiga samskipti við Pepper sýni vel hvernig tækninni fleygir fram. „Pepper getur svarað spurningum, tjáð tilfinningar og sárnar t.d. ef maður er leiðinlegur.“

Pepper heilsaði einnig upp á gesti og gangandi í nýju útibúi Arion banka í Kringlunni, og fjöldi fólks kom að hitta hann þar, að sögn Gunnlaugs. „Það hentaði vel að fá Pepper í Kringluna sem er okkar framtíðarútibú og styður vel við okkar þróun og stafrænu lausnir.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK