Hagar eiga yfir 5% í sjálfum sér

Verslunarfyrirtækið Hagar á nú rétt yfir 5% í sjálfu sér en félagið hefur keypt eigin bréf samkvæmt endurkaupaáætlun. 

Í flöggun frá Kauphöllinni kemur fram að eignarhlutur Haga í Högum hafi farið úr 4,97% í 5,07% í dag. Samkvæmt annarri flöggun jók lífeyrissjóðurinn Stapi einnig við sig í Högum og fer nú með 5,04% hlut í félaginu. 

Greint var frá því á mbl.is að endurkaup hlutafélaga í Kauphöllinni á síðasta ári hefðu verið álíka umfangsmikil og árin tvö á undan samanlögð. Alls keyptu félögin eigin bréf fyrir rúma 19 milljarða króna. 

Samkvæmt tölum frá 28. desember á flutningafyrirtækið Eimskip stærstan hlut í sjálfu sér, eða um 6,7%. Næst kemur Marel með 5,7% af eigin bréfum og síðan Hagar. Af skráðu hlutafélögum í Kauphöllinni á Origi (áður Nýherji) minnstan hlut í sjálfu sér, aðeins 0,03%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK