Húsnæði 365 sett á leigu

Fréttablaðið og 365 miðlar eru til húsa í Skaftahlíð.
Fréttablaðið og 365 miðlar eru til húsa í Skaftahlíð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fasteignafélagið Reitir hefur sett á leigu húsnæði að Skaftahlíð 24. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Húsin tvö, sem samtals eru um 5.000 fermetrar, hafa um nokkurt skeið hýst skrifstofur 365 miðla, sem rekið hafa Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og fleiri miðla.

Þann 1. desember tók Vodafone yfir rekstur allra miðla 365 að Fréttablaðinu undanskildu. Til stendur að færa starfsemi þeirra yfir í nýjar höfuðstöðvar Vodafone að Suðurlandsbraut, en þær voru teknar í gagnið síðasta sumar.

Nýjar höfuðstöðvar Vodafone eru að Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Nýjar höfuðstöðvar Vodafone eru að Suðurlandsbraut í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Guðfinns Sigurvinssonar, upplýsingafulltrúa Vodafone, hefur ein hæð verið tekin frá í húsinu, sú fimmta, og stefnt að því að flutningar hefjist síðar á árinu. „Það er verið að kaupa húsgögn núna.“ Ljóst er að ekki verður pláss fyrir alla starfsmenn á nýju hæðinni og segir Guðfinnur það verða að ráðast hvar þeim verður komið fyrir.

Ljósmynd/Reitir


Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir stefnt að því að því að norðurhúsið, sem hýsir flesta miðla Vodafone, þar með talið Stöð 2 og Bylgjuna, verði laust til útleigu nú í sumar og suðurhúsið, þar sem starfsemi Fréttablaðsins er til húsa, losni með haustinu. „En við erum bara að setja þetta fram svo fólk viti að þetta hús er komið á markaðinn.“

Ljósmynd/Reitir
Ljósmynd/Reitir
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK