Útlit fyrir samkeppni um heimsendingar á matvöru

Það virðist nú vera orðinn raunverulegur valskostur að fá matvöru …
Það virðist nú vera orðinn raunverulegur valskostur að fá matvöru senda heim á Íslandi. mbl.is/Árni Sæberg

Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur.

Eitt og hálft ár er nú síðan Boxið.is hóf starfsemi. Síðasta haust bættist Nettó í hópinn og innan tíðar ætla Heimkaup, stærsta netverslun á Íslandi, að hefja heimsendingu á matvöru. Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á heimsendingu samdægurs. Hægt er að skoða vörurnar í vefverslun og jafnvel lesa sér til um þær. Hagkaup sendir einnig vörur heim en þær eru sendar daginn eftir. Netverslun Hagkaups er auk þess óvirk.

„Það liggur fyrir að Heimkaup munu fara í matinn og undirbúningur fyrir það stendur nú yfir. Þetta fer í gang á næstu mánuðum,“ segir Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa.

„Við finnum það á okkar kúnnum að það er eftirspurn. Við eigum mikið af fastakúnnum og þegar við spyrjum þá hverju megi bæta við þá kemur maturinn alltaf upp,“ segir Guðmundur sem telur að íslenskir neytendur séu tilbúnir fyrir matarinnkaup á netinu.

„Viðtökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Fólk nýtir sér þetta mjög mikið. Við erum alltaf að bæta við fólki,“ segir Birkir Einar Björnsson, verslunarstjóri Nettó í Mjódd, en Nettó hóf að bjóða upp á heimsenda matvöru síðasta haust.

Boxið.is hefur notið vinsælda síðan það var opnað haustið 2016. Fyrirkomulag er svipað og hjá Nettó, sendingargjald er 1.490 krónur en það fellur niður ef verslað er fyrir meira en 10 þúsund krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK