Þrot blasir við United Silicon

Þrot blasir við United silicon eftir langa þrautagöngu.
Þrot blasir við United silicon eftir langa þrautagöngu. mbl.is/RAX

Á morgun verður haldinn stjórnarfundur hjá Sameinuðu sílikoni vegna niðurstöðu Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var í dag um að ljúka þyrfti nær öllum þeim úrbótum sem tilteknar voru í mati norska ráðgjafa­rfyr­ir­tæk­is­ins Multiconsult, sem rann­sakað hef­ur tækja­búnað fyr­ir­tæk­is­ins, áður en framleiðsla gæti hafist að nýju.

Kostnaðurinn við slíkt ferli er um 3 milljarðar króna, en fyrirtækið hafði vonast eftir að geta byrjað framleiðslu eftir úrbætur sem áætlað var að kostuðu 630 milljónir. Ljóst er að róðurinn verður þungur hjá fyrirtækinu vegna þessa og þrot blasir við. Endanleg ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en á stjórnarfundinum á morgun, en þá lýkur einnig heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins. Hefur hún varað frá því í ágúst.

Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið muni virða niðurstöðu Umhverfisstofnunar og að allir starfsmenn fyrirtækisins hafi reynt sitt ýtrasta til að láta þetta ganga upp. „Þetta er staðan,“ segir hún varðandi ákvörðun stofnunarinnar. Hún segir endanlega ákvörðun um framhaldið ekki liggja fyrir fyrr en eftir stjórnarfundinn og verður hún þá kynnt.

Ákvörðunin felur í sér enga starfsemi í langan tíma

„Fyrirtækið hefur verið í greiðslustöðvun í mjög óvenjulegum aðstæðum og mikil vinna verið lögð í að greina vandann og leita lausna. Greiðslustöðvunin var framlengd vegna þess að vonir voru bundnar við að hægt yrði að hefja starfsemi fyrr,“ segir Karen og bætir við: „Við unum þessari niðurstöðu og höfum skilning á mikilvægi þess að tekið sé tillit til hagsmuna íbúa Reykjanesbæjar. Ákvörðun Umhverfisstofnunar felur hins vegar í sér að engin starfsemi verður í verksmiðjunni um langt skeið.“

8 milljarða lán og milljarður í reksturinn aukalega

Ari­on banki og fimm líf­eyr­is­sjóðir tóku í september yfir 98,13% hluta United Silicon. Var Arion banki aðallánveitandi fyrirtækisins. Lánaði bankinn fyrirtækinu rúma 8 milljarða króna, en leysti til sín veð í formi hlutafjár við yfirtökuna. Verði félagið sett í þrot má því áætla að allt lánsféð verði afskrifað.

Í lok nóvember var greint frá því að kostnaður Ari­on banka vegna rekst­urs United Silicon frá því að fé­lagið fékk heim­ild til greiðslu­stöðvun­ar næmi meira en 600 millj­ón­um króna, eða um 200 millj­ón­um á mánuði. Ef kostnaður bankans síðustu tvo mánuði er svipaður má áætla að heildarkostnaður bankans vegna þessa sé kominn upp í um milljarð króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK