United Silicon óhaggað í bókum Arion banka

Gjaldþrot United Silicon leiðir ekki til frekari niðurfærslna í bókum Arion banka sem mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka til Kauphallarinnar en þar segir að bankinn sé stærsti kröfuhafi United Silicon og sé einn á fyrsta veðrétti eigna félagsins. 

Stjórn United Silicon fór í dag fram á að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta en United Silicon hefur verið í greiðslustöðvun frá 14. ágúst 2017. Í uppgjöri Arion banka fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2017 voru lán, kröfur og aðrar eignir sem tengjast United Silicon, þar með talið allt hlutafé bankans í félaginu, færðar niður um 4,8 milljarða króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK