Ingibjörg eykur hlut sinn í 365

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttur, forstjóri 365 miðla, hefur aukið hlut sinn í fyrirtækinu í gegnum félagið sitt Apogee sem keypti 14,5% hlut fagfjárfestasjóðsins Auðar I sem er í rekstri Kviku fjárfestingarbanka

Samtals nemur hlutur Ingibjargar í A-hluta 365 miðla 90,5% og skiptist hann á þrjú félög í hennar eigu. Apogee á 14,8%, Moon Capital 52,8% og ML 102 á 22,9%. 

Sigurður Bollason á 8,9% hlut gegnum félagið Grandier en aðrir hluthafar í A-hluta 365 miðla eiga smærri en 1% hlut. 

Í B-hluta fyrirtækisins á Apogee 61% en fjölmiðlafyrirtækið sjálft á 39%. Fyrst var greint frá málinu í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins, en þar segir að Auður I hafi eignast hlutinn í 365 miðlum við sameiningu 365 og fjarskiptafélagsins Tals árið 2014.

Þá kemur fram að Volta, félag Kjartans Arnar Ólafssonar, hafi selt allan eins prósents hlut sinn í A-flokki og Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hafi minnkað hlut sinn úr 1,3% í 0,6%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK