Samningi við Hagstofu um launarannsóknir sagt upp

„Við tókum ákvörðun um það í desember síðastliðnum að segja upp þjónustusamningi við Hagstofu Íslands um launarannsóknir. Ástæðan er einfaldlega sú að við teljum ekki hægt að una lengur við þá aðferðafræði sem lögð er til grundvallar við útreikning á núverandi launavísitölu.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar þar til ákvörðunar kjararannsóknarnefndar sem síðustu áratugi hefur gert þjónustusamning við Hagstofuna um greiningu launaþróunar í landinu. Formlega hvílir sú ábyrgð á nefndinni sjálfri.

Nefndin hefur nú ákveðið að segja upp samningnum en árs uppsagnarfrestur er á honum og tekur uppsögnin því gildi undir lok þessa árs. Ýtarlegri umfjöllun má finna á viðskiptasíðum Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK