Hagnaður HS Veitna 848 milljónir

HS Veitur dreifir meðal annars heitu og köldu vatni og …
HS Veitur dreifir meðal annars heitu og köldu vatni og rafmagni á Suðurnesjum og er einnig með starfsemi í Hafnarfirði, Garðabæ, Árborg og Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

HS veitur högnuðust um 848 milljónir á síðasta ári samanborið við 736 milljónir árið áður. Félagið gerði einnig endurmat á rekstrarfjármunum upp á 4,1 milljarð og 570 milljónir vegna tekjuskatts af endurmatinu. Með þessu endurmati var heildarhagnaður félagsins 4.378 milljónir króna.

Hagnaður félagsins jókst meðal annars um 112 milljónir vegna aukinnar orkunotkunar, en tekjur félagsins hækkuðu um 469 milljónir á árinu og námu 6,24 milljörðum samanborið við 5,77 milljarða í fyrra.

Rekstrarkostnaður vegna sölu nam 4,1 milljarði og hækkaði um tæplega 250 milljónir frá fyrra ári. Annar rekstrarkostnaður nam 708 milljónum og var rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 1,4 milljarðar.

Á árinu endurfjármagnaði fyrirtækið lán sín og féll ábyrgð félagsins vegna 6.659 milljóna króna skuldar HS Orku niður.

Eigið fé HS Veitna nam 12,6 milljörðum við árslok síðasta árs og eigið fé var 8,76 milljarðar. Er eiginfjárhlutfall félagsins því 42,3%.

HS Veitur eru í eigu Reykjanesbæjar (50,10%, HSV Eignarhaldsfélags slhf (34,38%) og Hafnarfjarðarbæjar (15,42%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK