Setja 390 milljónir í Florealis

Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri Florealis, og Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, …
Kolbrún Hrafnkelsdóttir, forstjóri Florealis, og Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, skrifa um samning um hlutafjáraukningu. Ljósmynd/Aðsend

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins auk einkafjárfesta og núverandi fjárfestahóps í lyfjafyrirtækinu Florealis ehf. hafa lokið 390 milljón króna hlutafjáraukningu. Félagið þróar og markaðssetur skráð jurtalyf og lækningavörur og komu fyrstu vörur félagsins á markað á Íslandi síðasta haust.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu verður fjármagnið nýtt til að styðja við markaðssetningu vörulínunnar á erlendum mörkuðum auk þess að bæta við nýjum lyfjum síðar á árinu. Þau lyf sem fyrirtækið býður upp á í dag eru jurtalyfin Lyngonia og Harpatinum. Lyngonia er við þvagfærasýkingum hjá konum og Harpatinum við vægum gigtarverkjum. Þá er fyrirtækið með vörulínu við óþægindum og sýkingum á kynfærasvæði kvenna, frunsukrem og bólukrem.

Haft er eftir Kolbrúnu Hrafnkelsdóttur, forstjóra Florealis, að framundan séu spennandi tímar. Segir hún viðtökur við fyrstum lyfjum fyrirtækisins hafa verið frábærar og að framundan sé markaðssetning í Svíþjóð á næstu vikum.

Í svari Nýsköpunarsjóðsins við fyrirspurn mbl.is kemur fram að hlutur sjóðsins í hlutafjáraukningunni sé 183 milljónir. Aðrir fjárfestar leggja því til rúmlega 200 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK