Vogunarsjóður með yfir 10% í Símanum

Vogunarsjóðurinn Eaton Vance Mana­gem­ent er kominn með yfir 10% í …
Vogunarsjóðurinn Eaton Vance Mana­gem­ent er kominn með yfir 10% í Símanum.

Vog­un­ar­sjóður­inn Eaton Vance Mana­gem­ent hef­ur bætt við hlut sinn í Símanum og er nú kominn með yfir 10% eignarhlut. Sjóðurinn bætti 30 milljónum hluta við eignasafn sitt á fimmtudaginn, en gengi Símans í lok vikunnar var 4,17 krónur á hlut. Sjóðurinn keypti því í félaginu fyrir um 125 milljónir. Sjóðurinn hefur jafnt og þétt bætt við sig, en í september fór hlutur hans upp í 6,58%.

Eaton Vance Mana­gem­ent hef­ur verið að stækka um­svif sín hér á landi upp á síðkastið. Um mitt sum­ar jókst hlut­ur hans í Hög­um upp í rétt rúm 5% og 8,76% í VÍS. Þá á sjóður­inn 5,57% hlut í fast­eigna­fé­lag­inu Reit­um og 5,54% í Regin.

Eaton Vance Mana­gem­ent sam­an­stend­ur af sex sjóðum, Global Opport­unities Port­folio, Global Macro Port­folio, Global Macro Ab­solu­te Ret­urn Advanta­ge Port­folio, JNL/​​​​Eaton Vance Global Macro Ab­solu­te Ret­urn Advanta­ge Fun, Pacific: IG­PAC­SEL/​​​​Pacific Select Fund Global Ab­solu­te Ret­urn Fund og PF Global Ab­solu­te Ret­urn Fund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK